Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hjá Nordic Partners 12. mars 2009 14:19 Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni. Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni.
Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira