Körfubolti

Tony Parker frábær í fimmta sigri Frakka í röð

Óskar Ófeigur Jónsosn skrifar
Tony Parker er á góðri leið með að vera kosinn besti leikmaðurinn á EM í Póllandi.
Tony Parker er á góðri leið með að vera kosinn besti leikmaðurinn á EM í Póllandi. Mynd/AFP

Frakkar halda sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Póllandi. Frakkar hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa í keppninni og í dag vann liðið 87-79 sigur á Króatíu.

Tony Parker átti frábæran leik í liði Frakka en hann var með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Hann skoraði 12 stiga sinna þegar Frakkar unnu snéri leiknum við og náðu tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta.

Nicolas Batum var með 18 stig hjá Frökkum en hann spilar með Portland í NBA-deildinni í vetur. Boris Diaw með 15 stig og 6 stoðsendingar og Florent Pietrus skoraði 14 stig fyrir Frakka sem eru til alls líklegir á mótinu.

Grikkir voru líka ósigraðir fyrir leiki dagsins en þeir þurftu að sætta sig við 65-68 tap fyrir Evrópumeisturum Rússa. Það hefur lítið gengið hjá Rússum sem sakna lykilmanna frá því að þeir unnu titilinn fyrir tveimur árum.

Kelly McCarty var með 17 stig og 9 fráköst hjá Rússum og Sergey Monya bætti við 16 stigum. Sofoklis Schortsanitis skoraði 13 stig fyrir Grikki.

Makedónía hefur skipst á því að spila mjög vel og skelfilega illa á mótinu og í dag hittu liðið á góðan dag og vann 86-75 sigur á Þjóðverjum. Vrbica Stefanov skoraði 25 stig fyrir makedónska liðið en Lucca Staiger var stigahæstur hjá Þýskalandi með 14 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×