Handbolti

Einar Andri: Hafði alltaf trú á því að við myndum vinna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ásamt markvörðum liðsins.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, ásamt markvörðum liðsins.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýndum í leiknum. Við vorum annars sjálfum okkur verstir sóknarlega en ræddum það í leikhlénu sem við tókum þegar tíu mínúturu voru eftir að við værum alltaf með í leiknum á meðan við vorum að spila góða vörn.

Við erum bara þannig lið að við getum skorað fjögur eða fimm mörk á skömmum tíma þegar þetta smellur hjá okkur og það gekk sem betur fer upp í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld.

Einar Andri hrósaði sérstaklega markverðinu Pálmari Péturssyni sem átti frábæran leik og varði 25 skot þar af þrjú víti og steig heldur betur upp á lokakaflanum.

„Palli er mikill stemnings maður og mikill karakter og ég vissi einhvern veginn að hann myndi verja vítakastið þarna í lokin og svo dauðafærið á lokamínútunni. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum vinna leikinn og þvílíkur endir sem þetta var á þessum leik," sagði Einar Andri en Bjarki Sigurðsson tryggði FH sigur í leiknum með marki úr vítakasti á lokasekúndunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×