Stjörnuliðin í NBA klár 30. janúar 2009 19:23 Shaquille O´Neal hefur verið áberandi í stjörnuleikjunum í NBA frá því hann kom inn í deildina árið 1992 NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji
NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira