Williams í viðræðum við Barrichello 30. september 2009 09:11 Barrichello og Button hafa verið sigursælir með Brawn liðinu á árinu. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira