Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 11:00 LeBron skýtur hér að körfunni þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiknum. Nordic Photos / Getty Images LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira