Viðskipti erlent

Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar.

Nokkru síðar voru þrjátíu milljón pund lögð inn í bankann að nýju án þess að fjármálastjórinn, Ken Hunt, vissi af því.

Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu frá innra eftirliti stofnunarinnar sem gerð var í nóvember síðastliðinn en var gerð opinber um helgina. Þrátt fyrir að Hunt hafi bent á að Landsbankinn hefði verið lækkaður af matsfyrirtækjum, og þrátt fyrir að hann hafi verið fullvissaður um viðskiptum við bankann yrði hætt, virðist sú ákvörðun aldrei hafa náð til þeirra sem sáu um sjóði lögreglunnar.

Það varð til þess að í júlí 2008 voru 10 milljónir punda lögð inn á reikning í Landsbankanum og þann 23 september voru 20 milljón pund lögð inn í bankann, aðeins nokkrum dögum áður en bankinn var tekinn yfir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×