Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum 6. apríl 2009 13:05 Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar. Nokkru síðar voru þrjátíu milljón pund lögð inn í bankann að nýju án þess að fjármálastjórinn, Ken Hunt, vissi af því. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu frá innra eftirliti stofnunarinnar sem gerð var í nóvember síðastliðinn en var gerð opinber um helgina. Þrátt fyrir að Hunt hafi bent á að Landsbankinn hefði verið lækkaður af matsfyrirtækjum, og þrátt fyrir að hann hafi verið fullvissaður um viðskiptum við bankann yrði hætt, virðist sú ákvörðun aldrei hafa náð til þeirra sem sáu um sjóði lögreglunnar. Það varð til þess að í júlí 2008 voru 10 milljónir punda lögð inn á reikning í Landsbankanum og þann 23 september voru 20 milljón pund lögð inn í bankann, aðeins nokkrum dögum áður en bankinn var tekinn yfir. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar. Nokkru síðar voru þrjátíu milljón pund lögð inn í bankann að nýju án þess að fjármálastjórinn, Ken Hunt, vissi af því. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu frá innra eftirliti stofnunarinnar sem gerð var í nóvember síðastliðinn en var gerð opinber um helgina. Þrátt fyrir að Hunt hafi bent á að Landsbankinn hefði verið lækkaður af matsfyrirtækjum, og þrátt fyrir að hann hafi verið fullvissaður um viðskiptum við bankann yrði hætt, virðist sú ákvörðun aldrei hafa náð til þeirra sem sáu um sjóði lögreglunnar. Það varð til þess að í júlí 2008 voru 10 milljónir punda lögð inn á reikning í Landsbankanum og þann 23 september voru 20 milljón pund lögð inn í bankann, aðeins nokkrum dögum áður en bankinn var tekinn yfir.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira