Handbolti

Vilhjálmur: Erum bara ánægðir með að vinna leikinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stjörnumaðurinn Vilhjálmur Halldórsson stendur hér til hliðar við Framarann Halldór Jóhann Sigfússon.
Stjörnumaðurinn Vilhjálmur Halldórsson stendur hér til hliðar við Framarann Halldór Jóhann Sigfússon. Mynd/Anton

„Þetta small þarna hjá okkur í fyrri hálfleik þegar Roland byrjaði að verja og við fengum helling af ódýrum mörkum úr hraðaupphlaupum. Við erum með tvo fljóta hornamenn sem við náðum ekki að nýta nægilega vel á móti Haukum í fyrstu umferðinni en núna gekk þetta fínt.

Við þurfum að fara betur yfir það hvað gerðist í seinni hálfleik en við erum bara ánægðir með að vinna leikinn," sagði stórskyttan Vilhjálmur Halldórsson hjá Stjörnunni sem skoraði fimm mörk í 28-25 sigri Stjörnunnar gegn Fram í N1-deild karla í kvöld.

Vilhjálmur skoraði markið sem gerði endanlega út um leikinn þegar hann kom Stjörnunni í 27-25 þegar um hálf mínúta lifði leiks og hann telur að sigurinn muni gefa ungu liði Stjörnunnar mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera.

„Okkur er náttúrulega spáð falli og við erum því litla liðið í öllum þessum leikjum sem við erum að fara að spila. Það stuðar okkur tvímælalaust þó svo að við séum ekkert að hugsa um það allan daginn að okkur hafi verið spáð falli. Við sýndum það annars í þessum leik að við ætlum ekkert að láta vaða yfir okkur í vetur," sagir Vilhjálmur ákveðinn að lokum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×