Breska ríkið mun ráða yfir allt að sjötíu og fimm prósent hlut í Lloyds bankanum í Bretlandi, eftir ákvörðun sem tekin var í gærkvöld. Samkvæmt nýju samkomulagi mun breska ríkið eignast 65% í Lloyds bankanum í Bretlandi, en áður hafði verið tilkynnt um að eignarhlutur ríkisins yrði 43%.
Breska ríkið mun einnig leggja fram nýtt eigið fé til að styrkja efnahagsreikning bankans. Með því mun yfirráð ríkisins aukast í allt að 75%. Þá mun breska ríkið einnig setja 25,5 milljarða punda í Royal Bank of Scotland, og með því eignast 95% í bankanum.
Breska ríkið hefur á undanförnum vikum dælt pening inn í bankakerfið þar í landi, sem stendur á brauðfótum vegna erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Keflavík
Grindavík