Bandarískir fjárfestar halda að sér höndum 14. janúar 2009 22:13 Miðlarar rýna í tölurnar. Mynd/AP Lélegar uppgjörstölur bandarískra stórfyrirtækja og fremur svartsýnar efnahagshorfur urðu til þess að væntingar bandarískra fjárfesta fuku út í veður og vind vestanhafs í dag.Þá voru tölur um veltu í smásölugeiranum, sem birtar voru í dag, ekki til að kæta fjárfestana. Velta í smásölu dróst saman um 2,7 prósent á milli ára yfir jólin í Bandaríkjunum. Það er rúmlega tvöfalt meira en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir.Associated Press-fréttastofan hafði eftir bandarískum greinendum í kvöld, að reikna megi með því að fjárfestar haldi að sér höndum þar til betri mynd fáist af stöðu efnahagsmála. Fyrstu uppgjörstölurnar skiluðu sér í hús á mánudag með uppgjöri álrisans Alcoa.Útlitið framundan er hins vegar ekki bjart, að því er greinendur segja í samtali við AP.Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,94 prósent og endaði í 8.200 stigum en S&P 500-vísitalan féll um 3,35 prósent og endaði hún í 842,6 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lélegar uppgjörstölur bandarískra stórfyrirtækja og fremur svartsýnar efnahagshorfur urðu til þess að væntingar bandarískra fjárfesta fuku út í veður og vind vestanhafs í dag.Þá voru tölur um veltu í smásölugeiranum, sem birtar voru í dag, ekki til að kæta fjárfestana. Velta í smásölu dróst saman um 2,7 prósent á milli ára yfir jólin í Bandaríkjunum. Það er rúmlega tvöfalt meira en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir.Associated Press-fréttastofan hafði eftir bandarískum greinendum í kvöld, að reikna megi með því að fjárfestar haldi að sér höndum þar til betri mynd fáist af stöðu efnahagsmála. Fyrstu uppgjörstölurnar skiluðu sér í hús á mánudag með uppgjöri álrisans Alcoa.Útlitið framundan er hins vegar ekki bjart, að því er greinendur segja í samtali við AP.Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,94 prósent og endaði í 8.200 stigum en S&P 500-vísitalan féll um 3,35 prósent og endaði hún í 842,6 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira