Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:41 Heimir Örn Árnason, Akureyringur. Fréttablaðið Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín. Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira