Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:41 Heimir Örn Árnason, Akureyringur. Fréttablaðið Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira