Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Atli Steinn Gu'mundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun með aukinni bjartsýni fjárfesta á að lánsfé verði aðgengilegra í heiminum í kjölfar aðgerða ýmissa ríkisstjórna til að glæða efnahagslífið. Til dæmis hækkuðu bréf Mitsubishi í Japan um 8,5 prósent eftir að fréttir bárust af væntanlegum kaupum seðlabanka Japans á skuldabréfum fyrirtækja til að bregðast við lausafjárskorti þeirra.

Greiningaraðili í Tókýó segir að hagkerfi heimsins byrji sennilega að rétta úr kútnum á næsta ári vegna aðstoðar ríkisvaldsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×