Mætti ekki spila ef þetta væri á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 12:00 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka. Mynd/Anton Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira