Handbolti

Arnór Þór: Ætlum að taka bikarinn þriðja árið í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals, sagði það hreint út að leikurinn gegn Fram í kvöld hafi einfaldlega verið léttur. Valur vann með ellefu marka mun.

„Við vorum í fyrsta sinn að að spila bæði fína vörn og sókn, hingað til höfum við bara gert annað hvort í leikjum okkar," sagði Arnór en hann var ekki sáttur við dóminn þegar Ingvar Árnason fékk rautt í fyrri hálfleik.

„Sú ákvörðun var algjörlega út úr kortinu en Gunnar (Harðarson) kom í vörnina og hélt þessu saman."

„Við skoruðum eiginlega í hvert einasta sinn sem við skutum á markið. Þeir voru bara ekkert að verja þarna hinumegin og ekkert að taka á okkur í vörninni. Þetta var bara of létt. Þegar Elvar er líka í þessum ham stöðva hann fáir," sagði Arnór.

„Við eigum möguleika á að vinna bikarinn þriðja árið í röð og við stefnum auðvitað á það. Ég held að engu liði hafi tekist það hingað til."




Tengdar fréttir

Óskar Bjarni: Virkilega ánægður með Elvar

Valsmenn komust auðveldlega í undanúrslit bikarsins með því að leggja Fram með ellefu marka mun í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun en svo stakk Valur af.

Umfjöllun: Valssigur í óspennandi bikarslag

Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×