Körfubolti

Tólf stig frá Jóni Arnóri dugðu skammt á móti Siena

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso töpuðu með 28 stiga mun, 79-107, í fyrsta leiknum á móti Montepaschi Siena í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Palasport Mens Sana í Siena.

Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik og var með 12 stig og 4 fráköst á 28 mínútum. Jón Arnór var mjög ákveðinn í leiknum og sótti meðal annars sjö villur á liðsmenn Montepaschi Siena.

Jón Arnór var næstsstigahæsti leikmaður Benetton Treviso í leiknum en það var aðeins Massimo Bulleri sem skoraði meira. Jón Arnór hitti úr 3 af 10 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Næsti leikur í einvíginu fer fram á heimavelli Benetton Treviso á mánudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×