Haukar í úrslitin eftir stórsigur á Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2009 18:43 Guðjón Finnur Drengsson í baráttu við varnarmenn Hauka. Mynd/Anton Deildarmeistarar Hauka tryggðu sér í dag sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir stórsigur á Fram á heimvelli, 30-21, í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla. Leiknum var lýst beint hjá á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Haukar - Fram 30-21 Fögnuður Hauka er mikill eftir öruggan sigur á Fram. Þetta var aldrei spurning eftir að ljóst var að Framarar tókst ekki að minnka muninn snemma í síðari hálfleik. Haukar gengu einfaldlega á lagið og kláruðu leikinn.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7/4 Einar Örn Jónsson 5/1 Elías Már Halldórsson 5 Freyr Brynjarsson 4 Andri Stefan 3 Arnar Pétursson 2 Kári Kristján Kristjánsson 2 Tjörvi Þorgeirsson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 5/2 Róbert Aron Hostert 4 Andri Berg Haraldsson 3 Guðjón Drengsson 2 Haraldur Þorvarðarson 2 Brjánn Bjarnason 1 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 156. mínúta: Haukar - Fram 29-18 Það er lítil spenna í þessu. Leikmenn bíða þess að leiktíminn renni út.51. mínúta: Haukar - Fram 28-18 Rúnar Kárason hefur ekkert fengið að spila síðan í fyrri hálfleik og hann situr sem fastast á bekknum - væntanlega vegna meiðsla. Þetta er hans kveðjuleikur með Fram því hann fer til Füchse Berlin í Þýskalandi í sumar.43. mínúta: Haukar - Fram 24-13 Það þarf ansi mikið að gerast í þessum leik ef Haukar eiga að missa þennan leik niður í tap.38. mínúta: Haukar - Fram 21-11 Tíu marka munur. Sóknarleikur Fram er í algerum molum. Það er sóknarbrot og sóknarfeilar til skiptis auk þess sem Birkir Ívar hefur farið mikinn í markinu.34. mínúta: Haukar - Fram 18-10 Haukar hefja síðari hálfleikinn með tveimur mörkum og hörku varnarleik. Hálfleiksræða Viggós er ekki enn farin að skila sér.Hálfleikur: Haukar - Fram 16-10 Þrátt fyrir allt hefur verið allt annað að sjá til Framara þessar síðustu mínútur hálfleiksins en í upphafi leiks. Haukar hafa þó ekki sleppt takinu af þessum leik og leiða með sex mörkum. Framarar þurfa helst að brýna sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/3 Elías Már Halldórsson 3 Freyr Brynjarsson 2 Einar Örn Jónsson 2/1 Andri Stefan 1 Arnar Pétursson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Guðjón Drengsson 2 Jóhann G. Einarsson 2 Andri Berg Haraldsson 2 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 126. mínúta: Haukar - Fram 14-8 Þetta er búið að vera mikið fjör síðustu mínúturnar. Mikið um baráttu og hart tekið á því á báða bóga. Framarar virðast vera að koma sér betur inn í leikinn en betur má ef duga skal.21. mínúta: Haukar - Fram 12-7 Birkir Ívar tók tvö skot í viðbót og Haukar skoruðu úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Elías Már gerði það og var brotið á honum í leiðinni. Haraldur Þorvarðarson fékk tveggja mínútna brottvísun við litla hrifningu Viggós Sigurðssonar þjálfara Fram.20. mínúta: Haukar - Fram 11-6 Haukar eru að taka öll völd í leiknum. Framarar eru að taka löng skot utan af velli og Birkir Ívar hefur verið duglegur að verja þau. Hann er búinn að verja alls sex skot í leiknum.18. mínúta: Haukar - Fram 9-6 Haukarnir svara með þremur mörkum gegn einu eftir leikhléið og hafa endurheimt þriggja marka forystu sína. Það er komin smá barátta í þennan leik en Haukar eru að verjast mjög framarlega.14. mínúta: Haukar - Fram 6-5 Framarar skora tvö í röð eftir klaufaleg mistök heimamanna í sínum sóknarleik. Aron tekur því leikhlé til að fara yfir málin. 12. mínúta: Haukar - Fram 6-3 Brjánn Bjarnason komst einn gegn Birki Ívari en lét verja frá sér. Haukar skoruðu í kjölfarið og juku muninn í þrjú mörk á ný í stað þess að Fram náði að minnka muninn í eitt. Dýrt fyrir þá bláklæddu.9. mínúta: Haukar - Fram 5-2 Tvö hraðaupphlaupsmörk hjá Haukum í röð og þeir eru komnir þremur yfir. Sóknarleikurinn hjá Fram lítur ekki vel út.5. mínúta: Haukar - Fram 2-1 Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Bæði lið að þreifa sig áfram. Haukar hafa nælt sér í tvö víti í leiknum og misnotað eitt og er það munurinn á milli liðanna.1. mínúta: Haukar - Fram 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Hafnarfirði. Birkir Ívar varði frá Andra Berg í fyrstu sókninni.19.26 Mættu vera fleiri Það verður bara að segjast alveg eins og er - það er ekkert sérstaklega vel mætt á þennan leik. Nokkur hundruð manns. Ekkert miðað við mikilvægi leiksins. 19.20 Ljósin slökkt Ljósin hafa verið slökkt. Í kerfinu hljómar „Inní mér syngur vitleysingur" með Sigur Rós. Ekki „Bad Boys" sem eru vissulega vonbrigði. Um leið eru sýndar myndir af ýmsum sigrum Hauka í gegnum tíðina. Þetta tekur langan tíma ...19.15 Í Haukabúningnum „Sorrí. Ég bý í hverfinu," sagði Jónsi um leið og hann sneri sér að stuðningsmönnum Fram. Hann var þá nýbúinn að rífa sig úr yfirhöfninni og kom þá í ljós Haukatreyjan. 19.12 Jónsi tekur lagið Hér er Jónsi Í svörtum fötum mættur með gítarinn að vopni til að kynda upp í mannskapnum. Hann gerði góða hluti í úrslitakeppninni í körfunni og því ekki að fá hann í handboltann líka?19.00 Áhorfendur að mæta Fjölgað hefur í áhorfendastúkunum síðustu mínúturnar nú þegar hálftími er í leik. Vonandi að það verði fullt hús í kvöld en til þess þarf þó slatta af manns enn. 18.45 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Hauka og Fram verður lýst. Um er oddaleik liðanna í undanúrslitum að ræða en leikurinn fer fram á Ásvöllum, heimavelli deildarmeistara Hauka. Framarar komu á óvart þegar þeir unnu fyrsta leikinn í rimmunni á þessum velli en Haukar náðu að svara í sömu mynt í Safamýrinni. Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka tryggðu sér í dag sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir stórsigur á Fram á heimvelli, 30-21, í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla. Leiknum var lýst beint hjá á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Haukar - Fram 30-21 Fögnuður Hauka er mikill eftir öruggan sigur á Fram. Þetta var aldrei spurning eftir að ljóst var að Framarar tókst ekki að minnka muninn snemma í síðari hálfleik. Haukar gengu einfaldlega á lagið og kláruðu leikinn.Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7/4 Einar Örn Jónsson 5/1 Elías Már Halldórsson 5 Freyr Brynjarsson 4 Andri Stefan 3 Arnar Pétursson 2 Kári Kristján Kristjánsson 2 Tjörvi Þorgeirsson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 5/2 Róbert Aron Hostert 4 Andri Berg Haraldsson 3 Guðjón Drengsson 2 Haraldur Þorvarðarson 2 Brjánn Bjarnason 1 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 156. mínúta: Haukar - Fram 29-18 Það er lítil spenna í þessu. Leikmenn bíða þess að leiktíminn renni út.51. mínúta: Haukar - Fram 28-18 Rúnar Kárason hefur ekkert fengið að spila síðan í fyrri hálfleik og hann situr sem fastast á bekknum - væntanlega vegna meiðsla. Þetta er hans kveðjuleikur með Fram því hann fer til Füchse Berlin í Þýskalandi í sumar.43. mínúta: Haukar - Fram 24-13 Það þarf ansi mikið að gerast í þessum leik ef Haukar eiga að missa þennan leik niður í tap.38. mínúta: Haukar - Fram 21-11 Tíu marka munur. Sóknarleikur Fram er í algerum molum. Það er sóknarbrot og sóknarfeilar til skiptis auk þess sem Birkir Ívar hefur farið mikinn í markinu.34. mínúta: Haukar - Fram 18-10 Haukar hefja síðari hálfleikinn með tveimur mörkum og hörku varnarleik. Hálfleiksræða Viggós er ekki enn farin að skila sér.Hálfleikur: Haukar - Fram 16-10 Þrátt fyrir allt hefur verið allt annað að sjá til Framara þessar síðustu mínútur hálfleiksins en í upphafi leiks. Haukar hafa þó ekki sleppt takinu af þessum leik og leiða með sex mörkum. Framarar þurfa helst að brýna sóknarleikinn til að koma sér aftur inn í leikinn. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 6/3 Elías Már Halldórsson 3 Freyr Brynjarsson 2 Einar Örn Jónsson 2/1 Andri Stefan 1 Arnar Pétursson 1 Gunnar Berg Viktorsson 1Mörk Fram: Guðjón Drengsson 2 Jóhann G. Einarsson 2 Andri Berg Haraldsson 2 Einar Rafn Eiðsson 1 Guðmundur Hermannsson 1 Magnús Stefánsson 1 Rúnar Kárason 126. mínúta: Haukar - Fram 14-8 Þetta er búið að vera mikið fjör síðustu mínúturnar. Mikið um baráttu og hart tekið á því á báða bóga. Framarar virðast vera að koma sér betur inn í leikinn en betur má ef duga skal.21. mínúta: Haukar - Fram 12-7 Birkir Ívar tók tvö skot í viðbót og Haukar skoruðu úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Elías Már gerði það og var brotið á honum í leiðinni. Haraldur Þorvarðarson fékk tveggja mínútna brottvísun við litla hrifningu Viggós Sigurðssonar þjálfara Fram.20. mínúta: Haukar - Fram 11-6 Haukar eru að taka öll völd í leiknum. Framarar eru að taka löng skot utan af velli og Birkir Ívar hefur verið duglegur að verja þau. Hann er búinn að verja alls sex skot í leiknum.18. mínúta: Haukar - Fram 9-6 Haukarnir svara með þremur mörkum gegn einu eftir leikhléið og hafa endurheimt þriggja marka forystu sína. Það er komin smá barátta í þennan leik en Haukar eru að verjast mjög framarlega.14. mínúta: Haukar - Fram 6-5 Framarar skora tvö í röð eftir klaufaleg mistök heimamanna í sínum sóknarleik. Aron tekur því leikhlé til að fara yfir málin. 12. mínúta: Haukar - Fram 6-3 Brjánn Bjarnason komst einn gegn Birki Ívari en lét verja frá sér. Haukar skoruðu í kjölfarið og juku muninn í þrjú mörk á ný í stað þess að Fram náði að minnka muninn í eitt. Dýrt fyrir þá bláklæddu.9. mínúta: Haukar - Fram 5-2 Tvö hraðaupphlaupsmörk hjá Haukum í röð og þeir eru komnir þremur yfir. Sóknarleikurinn hjá Fram lítur ekki vel út.5. mínúta: Haukar - Fram 2-1 Leikurinn fer nokkuð rólega af stað. Bæði lið að þreifa sig áfram. Haukar hafa nælt sér í tvö víti í leiknum og misnotað eitt og er það munurinn á milli liðanna.1. mínúta: Haukar - Fram 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Hafnarfirði. Birkir Ívar varði frá Andra Berg í fyrstu sókninni.19.26 Mættu vera fleiri Það verður bara að segjast alveg eins og er - það er ekkert sérstaklega vel mætt á þennan leik. Nokkur hundruð manns. Ekkert miðað við mikilvægi leiksins. 19.20 Ljósin slökkt Ljósin hafa verið slökkt. Í kerfinu hljómar „Inní mér syngur vitleysingur" með Sigur Rós. Ekki „Bad Boys" sem eru vissulega vonbrigði. Um leið eru sýndar myndir af ýmsum sigrum Hauka í gegnum tíðina. Þetta tekur langan tíma ...19.15 Í Haukabúningnum „Sorrí. Ég bý í hverfinu," sagði Jónsi um leið og hann sneri sér að stuðningsmönnum Fram. Hann var þá nýbúinn að rífa sig úr yfirhöfninni og kom þá í ljós Haukatreyjan. 19.12 Jónsi tekur lagið Hér er Jónsi Í svörtum fötum mættur með gítarinn að vopni til að kynda upp í mannskapnum. Hann gerði góða hluti í úrslitakeppninni í körfunni og því ekki að fá hann í handboltann líka?19.00 Áhorfendur að mæta Fjölgað hefur í áhorfendastúkunum síðustu mínúturnar nú þegar hálftími er í leik. Vonandi að það verði fullt hús í kvöld en til þess þarf þó slatta af manns enn. 18.45 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Hauka og Fram verður lýst. Um er oddaleik liðanna í undanúrslitum að ræða en leikurinn fer fram á Ásvöllum, heimavelli deildarmeistara Hauka. Framarar komu á óvart þegar þeir unnu fyrsta leikinn í rimmunni á þessum velli en Haukar náðu að svara í sömu mynt í Safamýrinni. Það má því búast við hörkuleik hér í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti