Markús og Ernir með - Dagur og Sigfús Páll í stúkunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 14:15 Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Hann er nokkuð breyttur leikmannahópurinn hjá Valsmönnum gegn Haukum í kvöld. Inn koma í hópinn þeir Markús Máni Michaelsson og Ernir Hrafn Arnarson en þeir Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon eru meiddir. Dagur Sigurðsson hlaut svo ekki náð fyrir augum þjálfarans að þessu sinni. „Markús hefur verið að æfa með okkur í hvert skipti sem hann hefur getað. Hann er því í ágætu standi og kemur til með að fá einhverjar mínútur í kvöld. Ernir Hrafn er að koma inn í hópinn í fyrsta skipti í vetur eftir krossbandaslit. Hann er í svakalega góðu líkamlegu formi en eðlilega vantar mikið upp á leikformið. Hann mun samt fá að spila eitthvað í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, en jafnvel var búist við því að Dagur Sigurðsson yrði einnig með Valsmönnum. „Dagur er alltaf boðinn og búinn. Hann hefur verið að aðstoða okkur en ekki mikið verið á gólfinu með okkur upp á síðkastið. Hann er í toppstandi, með mikla reynslu og vissulega afar freistandi að velja hann. Hann fékk ekki kallið núna og er eflaust hundfúll út í þjálfarann," sagði Óskar Bjarni léttur en hann útilokar ekki að taka Dag inn síðar. Það gekk mikið á þegar liðin mættust síðast á Ásvöllum og meðal annars rifbeinsbrotnaði Sigurður Eggertsson eftir að hafa fengið olnbogann á Kári Kristjáni Kristjánssyni í síðuna á sér. „Mér fannst Haukarnir ekkert grófir í þessum leik. Þeir voru fastir fyrir samt eins og venjulega. Hvað þetta atvik varðar þá tel ég ekki að Kári hafi ætlað að rifbeinsbrjóta Sigurð. Það á samt ekki að sjást að varnarmenn mæti með olnbogann á undan sér. Það býður upp á svona slys. Þetta hefði átt að vera hiklaust rautt spjald," sagði Óskar Bjarni sem sagði marga Valsmenn hafa verið reiða yfir atvikinu. „Ég hef fengið fjölda símtala frá gömlum Valsmönnum sem vilja endilega vera með í næsta leik. Þeir vilja bara auga fyrir auga. Þeir eru reyndar flestir komnir af léttasta skeiði þannig að þeir fá ekki að vera með að þessu sinni." Óskar segir að Valsmenn ætli að selja sig dýrt í kvöld. „Við munum selja okkur mjög dýrt. Heimavöllurinn hefur reynst okkur sterkur og það hefur aldrei verið mikilvægara að hann haldi en einmitt núna. Þá tryggjum við okkur annan leik heima og allt galopið. Við munum mæta grimmir til leiks og bíta frá okkur. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við að einhverjir leikmenn séu meiddir. Við ætlum að stíga upp og vinna þennan leik í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira