Íslenski boltinn

Sævar Þór valinn bestur og Guðmundur efnilegastur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson var kostinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla.
Guðmundur Þórarinsson var kostinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla. Mynd/Arnþór
1. deildarmeistarar Selfoss unnu þrefalt í árlegu vali sem vefsíðan fótbolti.net stóð fyrir á besta og efnilegasta leikmanni deildarinnar, besta þjálfaranum og liði ársins. Það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem kusu.

Sævar Þór Gíslason var valinn bestur, Guðmundur Þórarinsson þótti efnilegastur og Gunnlaugur Jónsson var kosinn besti þjálfarinn. Selfoss-liðið átti síðan fjóra leikmenn í liði ársins því auk Sævars Þórs voru þeir Agnar Bragi Magnússon, Jón Steindór Sveinsson og Einar Ottó Antonsson í úrvalsliðinu. Ingólfur Þórarinsson var síðan á bekknum í úrvalsliðinu.

Sævar Þór Gíslason fékk mjög góða kosningu í fremstu víglínu en hann fékk 21 atkvæði og vantaði því bara eitt atkvæði upp á að fá fullt hús. Sævar fékk einnig mjög góða kosningu í vali á leikmanni ársins.

Alls fengu 14 leikmenn atkvæði í vali á efnilegasta leikmanni deildarinnar. Átta þeirra eru í U19 ára landsliði Íslendinga.

Lið ársins í 1.deildinni 2009

Markvörður:

Sandor Matus (KA)

Varnarmenn:

Haukur Heiðar Hauksson (KA)

Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar)

Agnar Bragi Magnússon (Selfoss)

Jón Steindór Sveinsson (Selfoss)

Miðjumenn:

Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar)

Einar Ottó Antonsson (Selfoss)

Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)

Sóknarmenn:

Árni Freyr Guðnason (ÍR)

David Disztl (KA)

Sævar Þór Gíslason (Selfoss)

Varamannabekkur:

Amir Mehica (Haukar) - Markvörður

Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.) - Varnarmaður

Heimir Einarsson (ÍA) - Varnarmaður

Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) - Miðjumaður

Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) - Sóknarmaður

Bestur: Sævar Þór Gíslason (Selfoss)

Efnilegastur: Guðmundur Þórarinsson (Selfoss)

Besti þjálfarinn: Gunnlaugur Jónsson (Selfoss)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×