NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2009 08:56 LeBron James og félagar eru komnir í úrslitakeppnina. Nordic Photos / Getty Images Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira