FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen 10. nóvember 2009 09:16 FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Hlutabréfaútboðið verður með forkauprétti hjá núverandi hluthöfum og er ætlunin að afla 505 milljóna danskra kr. með því. Gefnir verða út 50,5 milljón hlutir og þeir boðnir núverandi hluthöfum á verðinu 10 danskar kr.á hlut. FIH bankinn, sem er meðal helstu lánadrottna Sjælsö Gruppen, mun sölutryggja 375 milljóna danskra kr. af útboðinu í heild áamt Amagerbanken og Viscardi AG Investment Banking. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að SG Nord Holding hafi fallið frá forkauprétti sínum í þessu hlutafjárútboði en það átti rétt á að kaupa 13.000.000 hluti eða fyrir 130 milljónir danskra kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í öllum hlutabréfum bankans eftir lánveitingu til Kaupþings skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Straumur heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gegnum félagið Novator Property. Raunar er búið að skipta um nafn á því félagi yfir í Cube Property þar sem Novator nafnið þótti orðið afleitt til notkunnar í viðskiptum í Danmörku. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Hlutabréfaútboðið verður með forkauprétti hjá núverandi hluthöfum og er ætlunin að afla 505 milljóna danskra kr. með því. Gefnir verða út 50,5 milljón hlutir og þeir boðnir núverandi hluthöfum á verðinu 10 danskar kr.á hlut. FIH bankinn, sem er meðal helstu lánadrottna Sjælsö Gruppen, mun sölutryggja 375 milljóna danskra kr. af útboðinu í heild áamt Amagerbanken og Viscardi AG Investment Banking. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að SG Nord Holding hafi fallið frá forkauprétti sínum í þessu hlutafjárútboði en það átti rétt á að kaupa 13.000.000 hluti eða fyrir 130 milljónir danskra kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í öllum hlutabréfum bankans eftir lánveitingu til Kaupþings skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Straumur heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gegnum félagið Novator Property. Raunar er búið að skipta um nafn á því félagi yfir í Cube Property þar sem Novator nafnið þótti orðið afleitt til notkunnar í viðskiptum í Danmörku.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent