Umfjöllun: Bikarmeistararnir tóku Íslandsmeistarana Elvar Geir Magnússon skrifar 29. september 2009 21:59 Valsmenn unnu í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar þeir unnu 22-21 sigur á Haukum í Laugardalshöll. Haustbragur var á leiknum og bæði lið virkuðu frekar þung nú þegar N1-deildin fer að hefjast. Mikið var um mistök á báða bóga, margar skottilraunir flugu himinhátt yfir markið og ýmsar sendingar voru illa ígrundaðar. Skyttan Sigurbergur Sveinsson er á meiðslalistanum og leyndi sér ekki að hans var saknað í Haukaliðinu. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og léku öfluga vörn, þeir náðu þriggja marka forystu 8-5 en þá vöknuðu Haukar og staðan jöfn í hálfleik 9-9. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleiknum og liðin skiptust á að skora. Nokkrum mínútum fyrir leikslok komst Valsliðið skrefinu á undan og gerði í raun út um leikinn með því að ná þriggja marka forystu 22-19 en Haukar skoruðu síðan tvö áður en tíminn rann út. Úrslitin 22-21 fyrir bikarmeistara Vals gegn Íslandsmeisturum Hauka í nokk spennandi leik þó gæði handboltans hafi alls ekki verið eins og best verður á kosið. Viðtöl koma hingað á Vísi síðar í kvöld. Haukar - Valur 21-22 (9-9) Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7 (5 víti), Björgvin Hólmgeirsson 4, Tjörfi Þorgeirsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 2 (1 víti), Pétur Pálsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (2 víti), Aron Rafn Eðvarsson 6.Mörk Vals: Elvar Friðriksson 8 (3 víti), Ernir Hrafn Arnarson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3 (2 víti), Orri Freyr Gíslason 2, Ingvar Árnason 1, Sigurður Eggertsson 1, Gunnar Harðarson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 14 (1 víti). Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32 Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sjá meira
Valsmenn unnu í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar þeir unnu 22-21 sigur á Haukum í Laugardalshöll. Haustbragur var á leiknum og bæði lið virkuðu frekar þung nú þegar N1-deildin fer að hefjast. Mikið var um mistök á báða bóga, margar skottilraunir flugu himinhátt yfir markið og ýmsar sendingar voru illa ígrundaðar. Skyttan Sigurbergur Sveinsson er á meiðslalistanum og leyndi sér ekki að hans var saknað í Haukaliðinu. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og léku öfluga vörn, þeir náðu þriggja marka forystu 8-5 en þá vöknuðu Haukar og staðan jöfn í hálfleik 9-9. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleiknum og liðin skiptust á að skora. Nokkrum mínútum fyrir leikslok komst Valsliðið skrefinu á undan og gerði í raun út um leikinn með því að ná þriggja marka forystu 22-19 en Haukar skoruðu síðan tvö áður en tíminn rann út. Úrslitin 22-21 fyrir bikarmeistara Vals gegn Íslandsmeisturum Hauka í nokk spennandi leik þó gæði handboltans hafi alls ekki verið eins og best verður á kosið. Viðtöl koma hingað á Vísi síðar í kvöld. Haukar - Valur 21-22 (9-9) Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7 (5 víti), Björgvin Hólmgeirsson 4, Tjörfi Þorgeirsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 2 (1 víti), Pétur Pálsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (2 víti), Aron Rafn Eðvarsson 6.Mörk Vals: Elvar Friðriksson 8 (3 víti), Ernir Hrafn Arnarson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3 (2 víti), Orri Freyr Gíslason 2, Ingvar Árnason 1, Sigurður Eggertsson 1, Gunnar Harðarson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 14 (1 víti).
Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32 Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Sjá meira
Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32
Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23