Enn eitt áfallið fyrir bandarískan hafnarbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2009 08:52 Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði. Erlendar Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði.
Erlendar Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira