Viðskipti erlent

Microsoft mun segja upp 5.000 manns

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft boðar niðurskurð um rúmlega fimm prósent af mannafla fyrirtækisins næstu 18 mánuðina. Það táknar að um það bil 5.000 manns fá uppsagnarbréf á tímabilinu og er þar jafnt um að ræða starfsfólk innan Bandaríkjanna sem utan, til dæmis er búist við að meira en helmingur uppsagnanna verði í Bretlandi. Fjármálastjóri Microsoft segir þetta óhjákvæmilegt vegna þess gríðarlega samdráttar sem nú er að koma fram í veltu hátæknifyrirtækja ýmiss konar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×