Viðskipti erlent

Skortur á gasi í Evrópulöndum innan nokkurra tíma

Búið er að skrúfa fyrir gasleiðslur frá Rússlandi á landamærum Rúmeníu og þýðir það að gasskortur verður í Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi og Makedóníu innan nokkura tíma.

Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni er þetta afleiðing þess að Rússar hafa skorið niður verulega gasflutninga sína til Úkarníu en um Úkarníu liggja flest allar gasleiðslur frá Rússlandi og til Evrópulandanna.

Úkraníska gasfélagið Naftogaz segir að Rússar hafi minnkað gasflutning sinn til landsins úr 221 milljón kúbikmetrum og niður í 92 milljónir í morgun án skýringa. Talsmaður Naftogaz segir að þetta þýðir gasskort í Evrópu innan nokkurra klukkutíma.

Eins og kunnugt er af fréttum hafa Rússar og Úkraníumenn deilt hart að undanförnu um gasskuldir hinna síðarnefndu við Rússa. Búist var við að samningaviðræður um málið yrðu teknar upp að nýju í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×