Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júlí 2009 16:02 Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira