Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum 5. apríl 2009 14:45 Alistair Darling vill aðstoða líknarfélög sem töpuðu á falli íslensku bankanna. Mynd/ AFP Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira