Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum 5. apríl 2009 14:45 Alistair Darling vill aðstoða líknarfélög sem töpuðu á falli íslensku bankanna. Mynd/ AFP Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag. Hann sagði hins vegar að hann þyrfti að meta hversu mikið væri hægt að hjálpa þeim sem hefðu tapað fé og að hve miklu leyti væri hægt að biðja skattgreiðendur um að taka ábyrgð á sparifjáreigendum sem tóku þá áhættu að fjárfesta í erlendum bönkum. Með orðum sínum var Darling að bregðast við skýrslu sem sérnefnd á vegum breska þingsins birti í gær þar sem mælt var með því að líknarfélög fengu eingreiðslustyrk en venjulegir sparifjáreigendur og sveitastjórnir fengu ekki. „Við munum halda áfram að skoða hvað við getum gert til þess að hjálpa líknarfélögum... vandamálið er að augljóslega, ef þú ert að leggja peninga inn á sparireikninga, verður þú að taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig og ég verð að meta hvers rétt er að krefjast af skattgreiðendum...og í tilfellum líknarfélaganna er augljóslega mikið af viðkvæmum snertiflötum," sagði Darling við BBC. Gögn sem safnað hefur verið, að beiðni breskra stjórnvalda, benda til þess að 48 líknarfélög hafi tapað 87 milljónum punda, eða um 16 milljörðum íslenskra króna, á hruni íslensku bankanna. Erfitt er að sannreyna þessa tölu því að sum líknarfélögin vilja ekki greina frá því hverju þau hafa tapað. Sumir spá því að heildartap líknarfélaga á falli íslensku bankanna nemi jafnvel tæpum 120 milljónum punda, eða 21 milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira