Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova er komin aftur af stað eftir að hafa verið frá í níu og hálfan mánuð vegna meiðsla. Sharapova var besta tenniskona heims þegar hún meiddist en hefur síðan fallið niður um 126 sæti á heimslistanum.
Maria Sharapova er að taka þátt í Opna Varsjá-tennismótinu í Póllandi og vann ítölsku stelpuna Tathiana Garbin í fyrstu umferð 6-1, 6-7(6), 6-3.
Sharapova stefnir á að taka þátt í Opna franska mótinu sem hefst 24. maí. Hún mætir Darya Kustovu eða Lenka Tvaroskovu í næstu umferð í Póllandi.