Federer brast í grát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 14:12 Roger Federer réði ekki við tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Nadal. Nordic Photos / Getty Images Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu. Erlendar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira
Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu.
Erlendar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Sjá meira