Forbes birtir listann yfir tekjuhæstu fyrirsæturnar 28. maí 2009 14:34 Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á tekjur þessara stúlkna eins og víðast annarsstaðar í tískuheiminum. Meðal annars hefur kreppan leitt til þess að fjölda af tískusýningum hefur verið aflýst frá því í fyrra sumar. Það er Gisele Bundchen sem nær aftur fyrsta sætinu í ár með tekjur upp á 25 milljónir dollara, eða rúma 3 milljarða kr. Tekjur hennar minnkuð samt um 10 milljónir dollara á tímabilinu þar sem hún tapaði feitum samningi sem hún hafði haft hjá Victoria´s Secret ásamt öðrum samningum. Í öðru sætinu í ár er Heidi Klum þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul þriggja barna móðir. Tekjur hennar koma nú aðallega úr sjónvarpi en hún er enn á samningi hjá Victoria´s Secret og hefur virka auglýsingasamninga við félög á borð við Diet Coke, Volkswagen og McDonalds. Tekjur hennar eru áætlaðar 16 milljónir dollara. Í þriðja sæti er Kate Moss, fyrirsæta sem einnig er komin til ára sinna. Hún er jafnframt sú eina á topp tíu listanum sem eykur við tekjur sínar frá fyrra ári. Moss nýtur góðs af því að hennar eigin fatalína selst mjög vel hjá Topshop og öðrum breskum tískuverslsunum. Tekjur hennar voru áætlaðar 8,5 milljónir dollara. Rétt á eftir Moss er svo brasilíska fyrirsætan Adriana Lima með tekjur upp á 8 milljónir dollara. Alls eru þrjá stúlkur frá Brasilíu á topp tíu listanum. Og í fimmta sæti er hin hollenska Doutzen Kroes með tekjur upp á 6 milljónir dollara. Hægt er að sjá myndir og tekur allra 10 stúlknanna á lista Forbes með því að klikka á linkinn hér: http://epn.dk/brancher/mode/article1707414.ece Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á tekjur þessara stúlkna eins og víðast annarsstaðar í tískuheiminum. Meðal annars hefur kreppan leitt til þess að fjölda af tískusýningum hefur verið aflýst frá því í fyrra sumar. Það er Gisele Bundchen sem nær aftur fyrsta sætinu í ár með tekjur upp á 25 milljónir dollara, eða rúma 3 milljarða kr. Tekjur hennar minnkuð samt um 10 milljónir dollara á tímabilinu þar sem hún tapaði feitum samningi sem hún hafði haft hjá Victoria´s Secret ásamt öðrum samningum. Í öðru sætinu í ár er Heidi Klum þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul þriggja barna móðir. Tekjur hennar koma nú aðallega úr sjónvarpi en hún er enn á samningi hjá Victoria´s Secret og hefur virka auglýsingasamninga við félög á borð við Diet Coke, Volkswagen og McDonalds. Tekjur hennar eru áætlaðar 16 milljónir dollara. Í þriðja sæti er Kate Moss, fyrirsæta sem einnig er komin til ára sinna. Hún er jafnframt sú eina á topp tíu listanum sem eykur við tekjur sínar frá fyrra ári. Moss nýtur góðs af því að hennar eigin fatalína selst mjög vel hjá Topshop og öðrum breskum tískuverslsunum. Tekjur hennar voru áætlaðar 8,5 milljónir dollara. Rétt á eftir Moss er svo brasilíska fyrirsætan Adriana Lima með tekjur upp á 8 milljónir dollara. Alls eru þrjá stúlkur frá Brasilíu á topp tíu listanum. Og í fimmta sæti er hin hollenska Doutzen Kroes með tekjur upp á 6 milljónir dollara. Hægt er að sjá myndir og tekur allra 10 stúlknanna á lista Forbes með því að klikka á linkinn hér: http://epn.dk/brancher/mode/article1707414.ece
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira