Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 25. júlí 2009 15:06 Sérsveit lögreglu var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Barðaströnd. Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt. Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt.
Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41