Viðskipti erlent

Schwartzenegger þarf að loka 26 milljarða dala fjárlagagati

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Schwartzenegger er ríkisstjóri í Kalíforníu. Mynd/ AFP.
Schwartzenegger er ríkisstjóri í Kalíforníu. Mynd/ AFP.
Löggjafarvaldið í Kaliforníu hefur samþykkt áætlun til að fást við 26 milljarða dala fjárlagahalla og sent Arnold Schwartzenegger ríkisstjóra áætlunina til undirritunar svo hún geti orðið að lögum.

Um er að ræða 31 frumvarp en þingið hafnaði löggjöf sem laut að áætlunum um olíuboranir í sjó og áætlunum um að taka eldsneytisskatta af sveitarfélögum. Það þýðir að Schwartzenegger þarf að skera meira niður til að loka fjárlagagatinu.

Lögin fela í sér 15 milljarða dala niðurskurð í mennta- og heilbrigðismálum. Þá verða laun opinberra starfsmanna skorin niður. Jafnframt gefst Kaliforníuríki tækifæri til þess að innheimta nýja skatta á grundvelli laganna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×