Viðsnúningur í bresku hagkerfi 5. ágúst 2009 14:00 Frá London. Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira