Eva Joly hraunar yfir SAS fyrir Cayman-viðskipti 19. júní 2009 09:04 Fjárglæfrabaninn Eva Joly er í sviðsljósi fjölmiðla í Noregi þessa stundina en hún hefur gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir að hafa leigt 16 flugvélar af óþekktum aðila í skattaparadísinni Cayman eyjum. Í samtali við e24.no segir Eva Joly að þessi viðskipti séu algerlega óásættanleg og umhverfismálaráðherrann Erik Solheim tekur undir þau sjónarmið Joly. „Það er algerlega óásættanlegt að við vitum ekki hverjir eiga þessar flugvélar. Spurningin er hvaðan fé þeirra er komið og spurning er hvort þeir hafi greitt skatt áður en þeir skráðu sig í skattaparadís," segir Joly. Claus Sonberg talsmaður SAS segir hinsvegar að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi. „Ef Joly og Sonheim telja að það standist ekki verða þau að kynna sér lögin," segir Claus. Solheim segir að þótt allir viti að SAS beri ábyrgð á öryggismálunum í kringum þessar flugvélar telji hann að farþegar finni fyrir óvissu með því að stíga upp í flugvélar sem viðkomandi veit ekkert hver á í rauninni. Joly segir ennfremur að óþekktir eigendur standi á bakvið reksturinn á mörgum norskum félögum og fyrirtækjum en að slíkt ætti að heyra fortíðinni til. „Við viljum vita um tekjur þessara félaga og hvað þau borga í skatt," segir Joly. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjárglæfrabaninn Eva Joly er í sviðsljósi fjölmiðla í Noregi þessa stundina en hún hefur gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir að hafa leigt 16 flugvélar af óþekktum aðila í skattaparadísinni Cayman eyjum. Í samtali við e24.no segir Eva Joly að þessi viðskipti séu algerlega óásættanleg og umhverfismálaráðherrann Erik Solheim tekur undir þau sjónarmið Joly. „Það er algerlega óásættanlegt að við vitum ekki hverjir eiga þessar flugvélar. Spurningin er hvaðan fé þeirra er komið og spurning er hvort þeir hafi greitt skatt áður en þeir skráðu sig í skattaparadís," segir Joly. Claus Sonberg talsmaður SAS segir hinsvegar að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi. „Ef Joly og Sonheim telja að það standist ekki verða þau að kynna sér lögin," segir Claus. Solheim segir að þótt allir viti að SAS beri ábyrgð á öryggismálunum í kringum þessar flugvélar telji hann að farþegar finni fyrir óvissu með því að stíga upp í flugvélar sem viðkomandi veit ekkert hver á í rauninni. Joly segir ennfremur að óþekktir eigendur standi á bakvið reksturinn á mörgum norskum félögum og fyrirtækjum en að slíkt ætti að heyra fortíðinni til. „Við viljum vita um tekjur þessara félaga og hvað þau borga í skatt," segir Joly.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira