Eva Joly vill koma Barroso úr embætti sínu hjá ESB 29. júní 2009 13:47 Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu." Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norsk/franski spillingarbaninn Eva Joly segir að fyrsta verk flokks hennar á Evrópuþinginu verði að koma í veg fyrir að José Manuel Barroso verði endurkjörinn sem leiðtogi framkvæmdanefndar ESB. „Hann hefur komið fram með fleiri heimskar tilskipanir," segir Joly í samtali við vefsíðuna e24.no. Joly var sem kunnugt er kjörin á Evrópuþingið sem einn af þingmönnum Frakklands þar. Hún var í kjöri fyrir flokkinn Europe Écologie sem fékk 15% atkvæða. Græni hópur hennar á þinginu hefur 56 af 738 sætum á þinginu. „Við erum fámenn en ég get lofað því að við munum verða sýnileg á þinginu," segir Eva Joly. „Ég mun reyna að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu og ég mun vinna hart að aukinni siðvæðingu í fjármálalífinu." Hvað varðar baráttuna gegn Barroso segir e24.no að þar verði á brattan að sækja fyrir Evu Joly og flokksmenn hennar. Íhaldssamir þingmenn eru í meirihluta á Evrópuþinginu og Barroso er þeirra maður í embætti leiðtoga framkvæmdanefndarinnar. Í viðtalinu er einnig rætt um málefni Íslands og þar segir Eva Joly m.a. að eftirlitsstofnanir með íslenska bankakerfinu hafi klárlega brugðist. Þá gefur hún lítið fyrir strangar kröfur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins vaxtastig á Íslandi og kröfur um endurgreiðslur á láninu sem Ísland fékk frá sjóðnum. Hún telur að kröfur sjóðsins geri Íslendingum erfitt fyrir að endurreisa efnahagslíf sitt. „Sjóðnum er að stórum hluta stjórnað af Bretlandi sem beitir hörku gagnvart Íslandi," segir Joly. „Ísland glímir við risavaxnar skuldir en þjóðin telur aðeins 320 þúsund manns. Landið er í verulega slæmri stöðu."
Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira