Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2009 22:46 Cowboys Stadium er ótrúlegt mannvirki. Nordic Photos/AFP Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær. Erlendar Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira
Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær.
Erlendar Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira