Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2009 22:46 Cowboys Stadium er ótrúlegt mannvirki. Nordic Photos/AFP Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær. Erlendar Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira
Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær.
Erlendar Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sjá meira