Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Gunnar Örn Jónsson skrifar 16. júní 2009 15:00 Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira