Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. nóvember 2009 18:36 Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin. Stím málið Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin.
Stím málið Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent