Viðskipti innlent

Enn hækkar Straumur

William Fall, forstjóri Straums. Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum hefur hækkað um rúm 20 prósent á tæpum tveimur dögum.
William Fall, forstjóri Straums. Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum hefur hækkað um rúm 20 prósent á tæpum tveimur dögum. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 4,93 prósent síðan viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur farið upp um 3,6 prósent, og í Össuri, sem hefur hækkað um 2,0 prósent.

Gengi bréfa í Straumi hækkaði um 15,4 prósent í gær.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, fallið um 6,43 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,88 prósent og stendur hún í 321 stigi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×