Íslenski boltinn

Pape tryggði Fylkismönnum bikarinn í 2. flokki karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Papa Mamadou Faye í leik með meistaraflokki Fylkis.
Papa Mamadou Faye í leik með meistaraflokki Fylkis. Mynd/Stefán

Fylkir varð í dag bikarmeistari í 2. flokki karla eftir 3-4 sigur á FH í bikarúrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Það var Papa Mamadou Faye sem tryggði Árbæjarliðinu bikarinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta kom fram á fótbolti.net.

Fylkir komst í 2-0 í fyrri hálfleik en FH-náði að jafna leikinn. FH jafnaði síðan aftur aðeins sex mínútum eftir að Fylkir komst í 3-2. Átta mínútum síðar skoraði síðan Pape Mamadou Faye sigurmarkið á stórglæsilegan hátt.

Gunnar Oddgeir Birgisson, Björn Daníel Sverrisson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson skoruðu mörk FH-inga í leiknum en Björn Daníel lagði upp tvö markanna. Ásgeir Örn Arnþórsson, Felix Hjálmarsson, Friðrik Ingi Þráinsson og Papa Mamadou Faye skoruðu fyrir Fylki.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×