Danske Bank hefur afskrifað yfir 500 milljarða á árinu 3. nóvember 2009 08:53 Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%. Hagnaður Danske Bank á þriðja ársfjórðungi nam 583 milljónum danskra kr. eða um 14,4 milljörðum kr. Hinsvegar neyddist bankinn til að afskrifa útlánatöp upp á 6,1 milljarða danskra kr. sem er um 400 milljónum danskra kr, meir en sérfræðingar áttu von á. Þessar miklu afskriftir valda því að gengi hluta í bankanum lækkar í dag, að því er segir á dönskum vefmiðlum. Afskriftirnar lækka aðeins milli ársfjórðunga en á þær námu 6,5 milljörðum danskra kr. á öðrum ársfjórðungi. Peter Straarup forstjóri bankans segir að uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung, sem og fyrstu níu mánuði ársins, sé ekki ánægjulegt en ásættanlegt í ljósi efnahagsþrenginganna í Danmörku á þessu ári. „Við sjáum nú fram á að stöðuleiki er að komast á í samfélaginu," segir Straarup. Heildarhagnaður Danske Banka á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 1,3 milljörðum danskra kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra 6,9 milljörðum danskra kr. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danske Bank hefur neyðst til að afskrifa 20,7 milljarða danskra kr., eða ríflega 500 milljarða kr., á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankinn skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðung en hann fær samt þungt högg við opnun markaðarins í Kaupmannahöfn í morgun og hafa hlutir í honum lækkað um 5%. Hagnaður Danske Bank á þriðja ársfjórðungi nam 583 milljónum danskra kr. eða um 14,4 milljörðum kr. Hinsvegar neyddist bankinn til að afskrifa útlánatöp upp á 6,1 milljarða danskra kr. sem er um 400 milljónum danskra kr, meir en sérfræðingar áttu von á. Þessar miklu afskriftir valda því að gengi hluta í bankanum lækkar í dag, að því er segir á dönskum vefmiðlum. Afskriftirnar lækka aðeins milli ársfjórðunga en á þær námu 6,5 milljörðum danskra kr. á öðrum ársfjórðungi. Peter Straarup forstjóri bankans segir að uppgjörið fyrir þriðja ársfjórðung, sem og fyrstu níu mánuði ársins, sé ekki ánægjulegt en ásættanlegt í ljósi efnahagsþrenginganna í Danmörku á þessu ári. „Við sjáum nú fram á að stöðuleiki er að komast á í samfélaginu," segir Straarup. Heildarhagnaður Danske Banka á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 1,3 milljörðum danskra kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tímabili í fyrra 6,9 milljörðum danskra kr.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira