Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum 28. janúar 2009 15:22 Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins. Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins.
Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira