Síminn sameinar félag sitt í Bretlandi við Daisy Communications 19. maí 2009 10:36 Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008. Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008.
Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira