Finnar vilja ekki markið aftur 3. apríl 2009 06:15 Fall sænsku krónunnar gagnvart evru hefur komið niður á utanríkisviðskiptum Finna. Enginn vilji er fyrir því í Finnlandi að taka aftur upp sjálfstæðan gjaldmiðil.Fréttablaðið/Stefán „Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu. Mytty var með fyrirlestur um finnsku kreppuna í byrjun síðasta áratugar og reynsluna af myntsamsamstarfi við Evrópusambandið í gær. Í fyrirlestri Myttys kom fram að í kjölfar djúprar kreppu hafi finnsk stjórnvöld sett saman teymi sérfræðinga úr háskólunum sem mátu kosti og galla þess að ganga í ESB. Kostirnir vógu þyngra en gallarnir. Finnar gengu í ESB 1995 og hefur hagvöxtur þar, sem á mikið undir utanríkisverslun, verið nokkuð stöðugur síðan þá. Svíar brugðu á sama ráð í kjölfar bankakreppunnar um svipað leyti. Ekki var þó stuðningur við upptöku evru þar í landi. Gengi sænsku krónunnar hefur fallið talsvert gagnvart evru upp á síðkastið. Það hefur komið niður á fjárfestingum Svía í Finnlandi og útflutningi Finna þangað. Á móti hefur gengisfallið nýst Finnum í Svíþjóð, að sögn Myttys. - jab
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira