Engin ávöxtun í áratug með S&P 500 vísitölunni 5. nóvember 2009 08:07 Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú þegar 39 viðskiptadagar eru eftir af árinu í Bandaríkjunum er ekki útlit fyrir að S&P 500 vísitalan skili ávöxtun þennan áratuginn. Vísitalan mælir virði 500 veltumestu fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði og þyrfti að hækka um 41% það sem eftir lifir árs til þess að enda á sléttu frá aldamótum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að tímabilið einkennist af tveimur slæmum niðursveiflum á hlutabréfamörkuðum, annars vegar þeirri sem nú virðist komin yfir versta hjallann og hins vegar þeirri sem varð í kjölfar þess að netbólan sprakk. Algeng fjárfestingarstefna er að kaupa vísitöluna, þ.e. að fjárfesta í sjóðum sem fylgja vísitölunni eftir. Tímabilið frá 2003 - 2007 afar gott fyrir fjárfesta sem fylgdu þessari stefnu. Aftur á móti er ástandið sínu verra hjá þeim sem keyptu í sjóðum um aldamótin. Þeir hafa upplifað ansi miklar sveiflur og munu að öllum líkindum standa frammi fyrir tapi þegar áratugurinn rennur sitt skeið. Ekki er þó öll von úti enn. S&P 500 vísitalan hrökk vel í gírinn þegar markaðir náðu botni í mars á þessu ári. Á tæpum tveimur mánuðum hækkaði vísitalan um 39% sem er með því mesta sem þekkist á tímabilinu. Ef annað eins tímabil tæki við núna væri möguleiki að sleppa svo til á sléttu.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira