Að vinna sig út úr kreppu Ögmundur Jónasson skrifar 21. desember 2009 06:00 Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárlög er á lokastigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðuStjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnarmeirihlutans og dregið upp rannsóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu". Einmitt það er okkur í stjórnarmeirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstaðan segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmætasköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar einsog hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyrissjóðirnir greiði þetta skattfé fyrirfram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mismunandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrirhugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggjuUndir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífsins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferðarkerfisins, nokkuð sem er sérstaklega bagalegt á samdráttartímum. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkissjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran - vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundrað milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagnvart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántökuhugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefnaRíkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæður - feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarðar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagningunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Markaðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun