Mandelson veldur taugatitringi með evru-ummælum 13. júní 2009 11:07 Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira