Íslenski boltinn

Sáu ekki eftir því að seinka Verslunarmannahelgarferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar mættu vel á völlinn í gær og studdu sína menn.
Keflvíkingar mættu vel á völlinn í gær og studdu sína menn. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, vildi koma sérstökum þökkum á framfæri eftir 3-1 sigur liðsins á FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær.

„Ég vil þakka þeim Keflvíkingum sem mættu á völlinn og frestuðu ferð í sumarbústað eða til Vestmannaeyja.Það var frábært að sjá hvað voru margir á vellinum," sagði Kristján eftir leikinn í gær.

Það er líka öruggt að þeir stuðningsmenn Keflavíkur sem voru á Sparisjóðsvellinum í gær og urðu vitni af þessum frábæra sigri sinna manna sjá ekki eftir því og njóta Verslunarmannahelgarinnar enn betur fyrir vikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×