Bankahrun framundan í Eve Online tölvuleiknum 15. júní 2009 08:55 Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ebank, hinn opinberi banki í Eve Online tölvuleiknum, er í miklum vandræðum eftir að ljóst varð að bankastjórinn sem gengur undir nafninu Ricdic stal miklum upphæðum úr sjóðum bankans og seldi á svörtum markaði til hliðar við leikinn. Í frásögn af málinu í New York Times segir að eigendur Eve Online hafi sparkað Ricdic út úr leiknum og jafnframt sett alla stjórn Ebankans af meðan verið er að leysa úr þeirri flækju sem komin er upp í framhaldi af því að Ricdic tæmdi sjóði bankans. Alls nota yfir 300.000 manns Eve Online daglega um allan heim þar sem þeir stýra geimskipum um alheiminn, framleiða og selja vörur, stunda námuvinnslu og mynda sambönd og tengsl sín í millum í „blóðugum" stríðum sem háð eru í leiknum. Í viðskiptaumhverfi Eve Online ræður nakin frjálshyggjan ríkjum og allt er leyfilegt. Leikurinn inniheldur 66 markaði þar sem 5.000 hlutir eru til sölu og meir en milljón viðskipti fara fram á hverjum degi. Með tilkomu Ebank í leikinn gátu notendur hans aflað sér fjármagns í bankanum með lánum en gjaldmiðill ber heitið ISK sem er sama skammstöfun og íslenska krónan hefur í alþjóðlegum viðskiptum. Jafnframt var ágóði viðkomandi í leiknum settur inn á reikninga í Ebank. Ebank var strax mjög vinsæll meðal notenda Eve Online og brátt höfðu safnast í hann 8,9 trilljón ISK á 13.000 reikningum sem 6.000 notendur áttu. En einhverstaðar á leiðinni náði græðgin yfirhöndinni hjá yfirstjórn bankans. Samkvæmt talsmanni CCP, íslenska fyrirtækisins sem á Eve Online, mun Ricdic hafa stundað það að selja notendum Eve Online miklar upphæðir í ISK fyrir raunverulega peninga á svörtum markaði sem Ricdic kom upp til hliðar við leikinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hve miklar upphæðir í ISK og í raunverulegum fjármunum skiptu um hendur á þessum svarta markaði en CCP er nú að rannsaka það mál. Fram kemur í fréttinni að í Eve Online sé ekkert fjármálaeftirlit til staðar, né tryggingarsjóður yfir innistæðueigendur hjá Ebank.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira