Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum? 10. júlí 2009 11:01 Hagfræðingar telja að hagkerfi Bandaríkjanna sé að rétta úr kútnum. Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira