Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum? 10. júlí 2009 11:01 Hagfræðingar telja að hagkerfi Bandaríkjanna sé að rétta úr kútnum. Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira